Þóknunarlaus vettvangur

Gerðu prófílinn þinn sýnilegan öllum ferðaskipuleggjendum

Guide Connect er eini vettvangurinn sem veitir þér fagmannlegan prófíl, sýnilegan helstu ferðafyrirtækjum, með lifandi dagatali sem sýnir hvenær þú ert laus.

Hvers vegna velur leiðsögufólk Guide Connect

Hámarks sýnileiki

Tungumál, réttindi, menntun, sérhæfing og o.fl. sýnileg ferðafyrirtækjum sem leita að þinni hæfni.

Dagatal sem vinnur fyrir þig

Merktu hvenær þú ert laus/t og láttu ferðaskrifstofurnar um að finna þig. Það er í þínum höndum að vera með uppfært dagatal.

Engin milliganga í samningum

Leiðsögufólk og ferðaskipuleggjendur semja beint sín á milli um verkefni, launagreiðslur og önnur kjör. Guide Connect kemur ekki að samningum og tekur enga þóknun.

Fullur aðgangur með einni áskrift

Þú færð aðgang að öllum eiginleikum strax. Ein áskrift, einfalt fyrirkomulag og engar óþarfa flækjur.

Skýr prófíll styrkir ákvarðanatöku ferðaskipuleggjenda

Þegar ferðaskipuleggjandi skoðar prófílinn þinn sér hann strax þær upplýsingar sem þarf til að meta samstarf og bókun. Skýr yfirsýn, minni fram og til baka og hraðari ákvarðanir.

Prófíllinn þinn inniheldur

  • Fyrirsögn og æviágrip sem sýnir stílinn þinn
  • Tungumál sem þú getur leiðsagt á
  • Menntun, réttindi, vottorð og sérþekking.
  • Tegundir ferða þú tekur að þér
  • Fyrirtæki sem þú hefur unnið með
  • Rauntíma dagatal sem sýnir hvenær þú ert laus
Sigríður Jónsdóttir

Sigríður Jónsdóttir

Löggilt fjallaleiðsögumaður

Reykjavík, Ísland

Ástfangin af að deila villtu landslagi Íslands. Sérhæfð í jöklagöngum og hálendisævintýrum með 8 ára leiðsögumannsreynslu.

JöklaleiðsögnSkyndihjálpAIMG
JöklarHálendiNorðurljós

450+

Tours

8

Years

4

Languages

Preview

Vertu meðal þeirra fyrstu sem ferðaskipuleggjendur geta fundið

Við leggjum áherslu á að byggja upp gæðanet með reyndu leiðsögufólki. Deildu bakgrunni þínum og við höfum samband fljótlega.

Valfrjálst - ef þú vilt að við getum hringt í þig

Valkvætt

Við notum upplýsingarnar þínar eingöngu til að hafa samband við þig um Guide Connect. Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

Command Menu

Search for pages, assignments, guides, and agencies